Göran Dellgren, yfirlæknir á hjarta- og lungnaígræðsludeild Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg í Svíþjóð, verður með fyrirlestur í Hringsal á Landspítala Hringbraut föstudaginn 7. júní 2019.
Í fyrirlestrinum mun Dellgrern fjalla um hjarta- og lungnaígræðslur en Sahlgrenska sjúkrahúsið hefur um árabil sinnt íslenskum sjúklingum sem þurfa slíkar ígræðslur.
Göran er hjarta- og lungnaskurðlæknir og einn helsti sérfræðingur á sviði hjarta- og lungnaígræðsluaðgerða í heiminum.
Fyrirlesturinn hefst kl. 08:00 og stendur í eina klukkustund.
Fundarstjóri er Tómas Guðbjartsson prófessor.
Allir velkomnir