Eins og undanfarin ár stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir heilsu- og hvatningarátakinu „Hjólað í vinnuna“. Það verður dagana 8.-28. maí 2019.
Meginmarkmið átaksins er að vekja athygli á heilsusamlegum, vistvænum og hagkvæmum ferðamáta til og frá vinnu.
Landspítali hefur verið skráður til leiks í vinnustaðakeppni átaksins og nú er að safna liðum undir hans merkjum.
Nýta má hvaða virka ferðamáta sem er til að ferðast til og frá vinnu eins og að hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskauta/hjólabretti og taka strætó.
Mannauðssvið hvetur starfsmenn til þátttöku og minnir um leið á samgöngusamninga Landspítala og frábært tilboð strætó fyrir starfsmenn Landspítala.
Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðunni hjoladivinnuna.is