Á sameiginlegu vísindaþingi skurð-, svæfinga- og fæðingar- og kvensjúkdómalækna 29. mars 2019 fluttu nokkrir læknanemar á 4. ári erindi sem byggð eru á BS verkefnum þeirra frá síðasta ári.
Þessar unnu til verðlauna fyrir bestu vísindaerindin og skákuðu þar með reynslumeiri unglæknum í sérnámi. Þetta voru Oddný Rún Karlsdóttir sem fékk verðlaun fyrir besta veggspjaldið um framköllun fæðinga og keisaraskurði, Lilja Dögg Gísladóttir sem greindi frá skurðaðgerðum við brjóstakrabbameini og Berglind Gunnarsdóttir sem fjallaði um greiningu alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi.
Þessar unnu til verðlauna fyrir bestu vísindaerindin og skákuðu þar með reynslumeiri unglæknum í sérnámi. Þetta voru Oddný Rún Karlsdóttir sem fékk verðlaun fyrir besta veggspjaldið um framköllun fæðinga og keisaraskurði, Lilja Dögg Gísladóttir sem greindi frá skurðaðgerðum við brjóstakrabbameini og Berglind Gunnarsdóttir sem fjallaði um greiningu alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi.