Í dag, fimmtudaginn 18. október, hefst bor- og sprengivinna verktaka fyrir nýja meðferðarkjarnann upp við byggingar Landspítala og nánar tiltekið er áætlað að fyrsta alvöru sprengingin verði upp við Barnaspítalann kl. 17:30. Sjá nánar kort af athafnasvæði. Tilraunasprengingar hafa þegar farið fram og lofa góðu hvað snertir að lágmarka hávaða og ónæði.
Sprengt kl. 11:00, 14:30 og 17:30
Sprengingar eru tímasettar í samstarfi við stjórnendur og starfsfólk í nærliggjandi byggingum og eiga að hafa lítil sem engin áhrif á starfsemina. Verktakinn nýtir fyrirfram ákveðna sprengitíma, sem eru klukkan 11:00, 14:30 og 17:30. Á undan sprengingum verður gefið ákveðið hljóðmerki.
Nýtt vefsvæði fyrir verkefnið
Nánari upplýsingar um verkefnið og tengiliði er að finna á nýju vefsvæði á ytri vef.