Ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja tekur gildi 1. júlí 2018.
Rafræn ávísun, persónuskilríki og umboð
- Lyfjum skal ávísa með rafrænum hætti nema í algjörum undantekningartilvikum
- Framvísa skal persónuskilríkjum og undirrituðu og vottuðu umboði, ef að það á við, þegar lyf eru sótt í apótek
Hert ávísun og afgreiðsla ávana- og fíknilyfja - 30 daga skammtur eftirritunarskyldra lyfja
- Eingöngu má afhenda 30 daga skammt af eftirritunarskyldum lyfjum, miðað við notkunarfyrirmæli læknis. Ef notkun er eftir þörfum þarf læknir að staðfesta hámarksafgreiðslu fyrir 30 daga skammt
- Ávana- og fíknilyf má eingöngu ávísa með rafrænum hætti, lyfjaávísun má vera fjölnota og til allt að 12 mánaða ef ekki eru aðrar takmarkanir
- Fjölnota lyfseðill fyrir eftirritunarskyld lyf gildir fyrir fjórar afgreiðslur sem hver er allt að 30 daga skammtur (rýmkun þar sem áður voru þessir lyfseðlar fyrir eina afgreiðslu)
- Óheimilt er að afgreiða amfetamín og metýlfenidat nema fyrir liggi gilt lyfjaskírteini fyrir viðkomandi sjúkling frá Sjúkratryggingum Íslands
- Ef fyrir er gild lyfjaávísun í lyfseðlagáttinni á ávana- og fíknilyf má ekki útbúa aðra lyfjaávísun nema um sé að ræða annað innihaldsefni eða annan styrkleika eða eftir að fyrri lyfjaávísun hefur verið felld úr gildi
Lyfjaávísun í síma
- Óheimilt er að ávísa lyfi til skömmtunar í síma
- Óheimilt er að ávísa ávana- og fíknilyfjum í síma
- Óheimilt er að vísa lyfjum án markaðsleyfis í síma nema um sé að ræða staðlað forskriftarlyf eða forskriftarlyf læknis
- Óheimilt er að ávísa meira en einni pakkningu af lyfi í síma