Á sameiginlegum fundi hjúkrunarráðs og læknaráðs Landspítala 23. mars 2018 um #metoo var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Við eigum öll rétt á góðu og heilbrigðu starfsumhverfi þar sem við getum starfað af fagmennsku og dafnað. Hjúkrunarráð og læknaráð Landspítala benda á að kynferðisleg áreitni og kynbundin mismunun eru dulið vandamál í íslensku heilbrigðiskerfi líkt og á öðrum vinnustöðum. Mikilvægt er að líta heildstætt á vandann og nálgast hann með lausnamiðuðum og faglegum hætti til að tryggja sem farsælust samskipti stjórnenda, starfsfólks og skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Gera þarf starfsfólki kleyft að tilkynna atvik með einföldum og öruggum hætti og tryggja að trúnaðar sé ávallt gætt. Hjúkrunarráð og læknaráð Landspítala lýsa sameiginlega yfir stuðningi sínum við #metoo málstaðinn og hvetja stjórnendur Landspítala til að leggja metnað sinn í að uppræta þetta samfélagsmein. Mikilvægt er að Landspítalinn sem stærsti vinnustaður landsins sé í fararbroddi í þessum þýðingarmikla málaflokki.
Við eigum öll rétt á góðu og heilbrigðu starfsumhverfi þar sem við getum starfað af fagmennsku og dafnað. Hjúkrunarráð og læknaráð Landspítala benda á að kynferðisleg áreitni og kynbundin mismunun eru dulið vandamál í íslensku heilbrigðiskerfi líkt og á öðrum vinnustöðum. Mikilvægt er að líta heildstætt á vandann og nálgast hann með lausnamiðuðum og faglegum hætti til að tryggja sem farsælust samskipti stjórnenda, starfsfólks og skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Gera þarf starfsfólki kleyft að tilkynna atvik með einföldum og öruggum hætti og tryggja að trúnaðar sé ávallt gætt. Hjúkrunarráð og læknaráð Landspítala lýsa sameiginlega yfir stuðningi sínum við #metoo málstaðinn og hvetja stjórnendur Landspítala til að leggja metnað sinn í að uppræta þetta samfélagsmein. Mikilvægt er að Landspítalinn sem stærsti vinnustaður landsins sé í fararbroddi í þessum þýðingarmikla málaflokki.