Hjúkrunarráð Landspítala ályktaði á aðalfundi í gær 25. október um mikilvægi þess að stjórnvöld nýti endurskoðunarákvæðið til að hnekkja gerðardómi og semja um launakjör við hjúkrunarfræðinga. Þá kemur þar fram að það er sannfæring hjúkrunarráðs að gerðardómurinn hafi verið merki um skilningsleysi stjórnvalda á alvarleika hjúkrunarskorts og hafi orðið til þess að margir hjúkrunarfræðingar hafi horfið til annara starfa.
Leit
Loka