Göngudeild innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma og göngudeild sykursjúkra flytja báðar mánudaginn 19. júní 2017 en þær eru staðsettar á Landspítala Fossvogi.
Göngudeildir innkirtladeildar flytja frá G3 á 3. hæð á A3. Göngudeild lyflækninga er einnig á 3. hæð. Sem fyrr fara sjúklingar í blóðprufu á 1. hæð á rannsóknardeild.
Til þess að fara á göngudeildir er gengið inn um aðalinngang Landspítala Fossvogi og farið upp á 3. hæð. Sé komið fyrst við á rannsóknarstofu er hægt að taka lyftuna þaðan beint á 3. hæð.
Sjúklingum er vinsamlegast bent á að gefa sig fram við afgreiðslu í skála og þaðan er vísað áfram á göngudeild. Svarað er í síma kl. 08:00-16:00 virka daga. Deildin fær nú nýtt símanúmer: 543 6040.
Þess má geta að á vefsvæði deildarinnar er hægt að óska eftir lyfjaendurnýjun, panta tíma og koma skilaboðum áleiðis til lækna: www.landspitali.is/innkirtladeild
Netfang innkirtladeildar er: innkirtladeild@landspitali.is
Leit
Loka