Ríkisspítalakórinn í Osló í Noregi verður á Íslandi dagana 5. til 8. maí 2016 og syngur meðal annars á Landspítala. Tónleikarnir verða föstudaginn 6. maí á pallinum á 1. hæð á Landspítala Hringbraut. Þeir verða 20 til 30 mínútur og hefjast kl. 11:45. Kórfélagar eru um 30 talsins.
Um það bil helmingur kórfélaga eru starfsmenn Ríkisspítalans eða annarra spítala í Osló. Kórinn fer til útlanda á hverju vori og leitast alltaf við að syngja á ferðum sínum á sjúkrahúsum vegna þess bakgrunns sem kórfélagarnir hafa.
Söngskráin er fjölbreytt; klassísk tónlist, norsk þjóðlaga tónlist og poptónlist.