Frestur til að sækja um tvo styrki Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala til doktorsnáms rennur út 1. apríl 2016.
Styrkirnir eru tengdir Rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í öldrunarfræðum (RHLÖ).
- Annar styrkurinn einskorðast við úrvinnslu gagna öldrunarrannsóknar Hjartaverndar (AGES-RS I og II) og gögn sem tengja mætti þeirri rannsókn sem unnin yrði í húsakynnum RHLÖ.
- Hinn styrkurinn er opinn í þeim skilningi að hann einskorðast ekki við öldrunarrannsókn Hjartaverndar (slík tenging er þó ekki heldur útilokuð) en einskorðast við doktorsnema á öldrunarfræðasviði í víðum skilningi.