Skráning er hafin á Bráðadaginn, árlega ráðstefnu flæðisviðs Landspítala og Rannsóknarstofu LSH og HÍ í bráðafræðum, sem verður á Hótel Natura föstudaginn 4. mars 2016.
„Bráðveikir á nýjum spítala er yfirskrift Bráðadagsins.“ Fjölbreytt og fróðleg dagskrá ráðstefnunnar hefst kl.8:30 og lýkur kl.15:00. Í ár verður sjónum beint að samhæfingu bráðaþjónustu, hvernig flæði sjúklinga er og gæti orðið sem hagkvæmast, hönnun spítala auk þjónustu við bráðveika og slasaða í víðtækri merkingu.
„Bráðveikir á nýjum spítala er yfirskrift Bráðadagsins.“ Fjölbreytt og fróðleg dagskrá ráðstefnunnar hefst kl.8:30 og lýkur kl.15:00. Í ár verður sjónum beint að samhæfingu bráðaþjónustu, hvernig flæði sjúklinga er og gæti orðið sem hagkvæmast, hönnun spítala auk þjónustu við bráðveika og slasaða í víðtækri merkingu.
Ráðstefnan er öllum opin en tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi 2. mars á rafrænu formi á vefsíðu bráðadagsins.
Ráðstefnugjald að meðtöldum veitingum er kr. 6.000.-
Skráning og nánari upplýsingar á bradadagurinn.lsh.is