Vika hjúkrunar á Landspítala verður dagana 11. til 15. maí 2015. Þetta er árlegur viðburður sem hjúkrunarráð stendur fyrir. Þar er með kynningum, fundum og fyrirlestrum fjallað um fjölmargt sem varðar hjúkrun á spítalanum.
Í ár leggja hönd á plóg um 80 hjúkrunarfræðingar frá ýmsum sviðum og deildum Landspítala við að deila með öðrum fróðleik um framþróun hjúkrunar á sínum deildum .
Í viku hjúkrunar eru 38 örfyrirlestrar, 16 vinnusmiðjur og um 50 veggspjaldakynningar.