Hljómsveitin Mahler Chamber Orchesta kemur í heimsókn á Landspítala Hringbraut laugardaginn 14. júní 2014 og spilar milli kl. 16:30 og 17:30.
Nokkrir meðlimir munu fara inn á deildir og spila. Síðan safnast hljómsveitin saman á 1. hæð við setustofu og spilar nokkur lög.
Nokkrir meðlimir munu fara inn á deildir og spila. Síðan safnast hljómsveitin saman á 1. hæð við setustofu og spilar nokkur lög.
Mahler Chamber Orchestra var stofnuð árið 1997 og telst einhver besta ungmennahljómsveit heims. Hópurinn hefur notið gífurlegrar velgengni og er í dag meðal áhugaverðustu og þéttbókuðustu hljómsveita heims. MCO er á tónleikaferðalagi 200 daga af árinu, hefur haldið tónleika í yfir 35 löndum og kemur nú fram á Íslandi í fyrsta sinn.
Eitt það sem einkennir hljómsveitina er áhersla hennar á að spila fyrir fólk sem annars kemst ekki á tónleika.
Tengt efni: