Frá undirbúningshópi um endurnýjun á húsakosti Landspítala:
Töluverður hópur manna úr ýmsum stéttum hefur að undanförnu unnið að stofnun landssamtaka sem vinna skulu að nýbyggingu og endurnýjun Landspítala undir kjörorðinu „Spítalinn okkar“.
Samtökunum er ætlað að vinna að nýbyggingu og endurnýjun Landspítala þannig að húsakostur og umhverfi sjúklinga og aðstaða starfsfólks þjóni nútíma þörfum.
Töluverður hópur manna úr ýmsum stéttum hefur að undanförnu unnið að stofnun landssamtaka sem vinna skulu að nýbyggingu og endurnýjun Landspítala undir kjörorðinu „Spítalinn okkar“.
Samtökunum er ætlað að vinna að nýbyggingu og endurnýjun Landspítala þannig að húsakostur og umhverfi sjúklinga og aðstaða starfsfólks þjóni nútíma þörfum.
- Stofnfundur verður haldinn að Engjateigi 7 í Reykjavík miðvikudaginn 9. apríl kl. 17:00 og er hann öllum opinn.
Þar er ráðgert að leggja fram tillögu að stofnskrá og skýra tilgang félagsins og kjósa 7 manna stjórn.
Þessum hópi er ljóst að vinda þarf bráðan bug að úrbótum í húsnæðismálum spítalans samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum.
Forhönnun nýbygginga spítalans liggur fyrir og mikilvægt er að halda áfram þeirri vinnu sem er komin vel á veg.
Þörfin fyrir nýtt og betra húsnæði eykst mjög á allra næstu árum vegna öldrunar þjóðarinnar og nýrra möguleika á sviði læknavísindanna.
Hugmyndir þessa hóps eru að leitað verði allra mögulegra leiða við fjármögnun og framkvæmd verkefnisins.