Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til þátttöku á bráðadeginum 2014 sem verður 7. mars. Skráningu lýkur 5. mars.
Þetta er árleg ráðstefna bráðasviðs Landspítala þar sem kynnt eru verkefni og rannsóknir tengdar starfsemi sviðsins. Að þessu sinni er þemað "þegar á reynir" og lögð sérstök áhersla á þjónustu utan spítala auk sjúkraflugs.
Gestafyrirlesarar á bráðadeginum koma meðal annars frá Noregi og Skotlandi. Björn Gunnarsson þyrlulæknir kynnir sjúkraflug í Noregi og dr. Randal McRoberts, sérfræðingur í bráðalækningum og utanspítalaþjónustu, sjúkraflug í Skotlandi. Auk þeirra kynnir Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu, stefnu stjórnvalda um sjúkraflug á Íslandi.
Pallborðsumræður verða um málefni sjúkraflugs.
Auk framangreinds verða flutt mörg fróðleg erindi um rannsóknir tengd bráðafræðum.
Málþingið er öllum opið og aðgangur starfsfólks bráðasviðs er ókeypis en fyrir aðra gesti er
aðgangseyrir 5.000 krónur (greitt við inngang).
ÉG VIL SKRÁ MIG á bráðadaginn 2014 (Skráningu lýkur 5. mars) (óvirkur hlekkur)