Midori kemur í Bataskóla geðsviðs LSH og kennir eitt og annað um tónlist sem hún tengir við óviðjafnanlega tónlistarupplifun.
Midori er á meðal kunnustu tónlistarmanna heims og hefur komið víða við. Auk þess að vera tónlistarmaður hefur hún langa reynslu í tónlistarkennslu.
Hún hefur frá mörgu áhugaverðu fram að færa á 30 ára ferli sínum sem hún hóf ung að árum. Þetta námskeið ætti því að hæfa öllum.
Ásamt því að vera tónlistarmaður ávann Midori sér BA-gráðu í sál- og kynjafræði frá New York University og síðar meistargráðu. Hún hlaut heiðursdoktorsnafnbót frá Yale háskóla árið 2012 og er í Bandarísku lista- og vísindaakademíunni.
Notendur og starfsfólk er eindregið hvatt til að nota þetta einstaka tækifæri til að mæta á námskeiðið sem haldið er á vegum bataskólans. Aðgangur ókeypis og ekki þarf að skrá sig.