Ýmsar skipulagsbreytingar eru á Landspítala 1. júní 2011. Breytingar felast bæði í flutningi starfseininga í stjórnskipulagi og breyttum heitum. Í föstudagspistli 20. maí fjallaði forstjóri um þessar breytingar:
Skipulag
- Gæðadeild flyst frá vísinda-, mennta- og gæðasviði til framkvæmdastjóra lækninga sem mun hafa með höndum stefnumörkun og yfirumsjón gæðamála. Stefnumörkun gæðamála einnig á ábyrgð framkvæmdastjóra hjúkrunar og framkvæmdastjóra vísinda-, mennta- og nýsköpunarsviðs
- Sjúkrahúsapótek LSH flyst frá framkvæmdastjóra lækninga til bráðasviðs. Deild lyfjamála verður áfram hjá framkvæmdastjóra lækninga
- Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild flyst frá framkvæmdastjóra lækninga til kvenna- og barnasviðs
- Launadeild flyst frá mannauðssviði til fjármálasviðs
- Sjúkrahótel færist frá framkvæmdastjóra hjúkrunar til bráðasviðs
- Stefnumörkun, yfirumsjón og eftirfylgni starfsþróunar allra starfsmanna verður hjá mannauðssviði. Stefnumótun einnig hjá framkvæmdastjóra hjúkrunar og framkvæmdastjóra lækninga
- Yfirumsjón með rekstri Oracle kerfis færist frá fjármálasviði til heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar
Nafnabreyting
- Eignasvið verður "rekstrarsvið"
- Vísinda-, mennta- og gæðasvið verður "vísinda-, mennta- og nýsköpunarsvið"
- Fjárstýring og innheimta á fjármálasviði verður "fjárstýring"
- Innkaup og vörustjórnun á fjármálasviði verður "innkaupadeild"
- Hag- og upplýsingadeild á fjármálasviði verður "hagdeild"
- Starfsumhverfisdeild á mannauðssviði verður "starfsþróunardeild"
- Mennta og starfsþróunardeild á vísinda-, mennta og gæðasviði verður "menntadeild" á "vísinda-, mennta- og nýsköpunarsviði"