Heilbrigðisráðuneytið hefur í bréf til forstjóra og forstöðumanna sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana óskað eftir því að fyrsta endurkoma sjúklings eftir sjúkrahúsmeðferð verði á göngudeild viðkomandi sjúkrahúss frá og með 1. maí 2010.
Í bréfinu kemur fram að heilbrigðisráðuneytið hafi að undanförnu verið að skoða umfang sérfræðiþjónustu, þar á meðal komur til sérfræðinga eftir innlögn á sjúkrahúsi. Ráðuneytið telji mun farsælla fyrir sjúklinga að fyrsta endurkoma eftir sjúkrahúsdvöl verði á viðkomandi sjúkrahúsi. Því er þess farið á leit að tryggt verði að svo verði ávallt eftir sjúkrahúsdvöl.