Opnaður hefur verið upplýsingavefur um byggingu nýs Landspítala - háskólasjúkrahúss. Alfreð Þorsteinsson formaður framkvæmdanefndar um byggingu nýja spítalans og Inga Jóna Þórðardóttir varaformaður nefndarinnar opnuðu vefinn á kynningarfundi um væntanlegt deiliskipulag á Hringbrautarlóð og stöðu mála varðandi undirbúning þess að nýtt sjúkrahús rísi.
Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu í Reykjavík fimmtudaginn 15. júní 2006.
Á vefnum verður leitast við að koma á framfæri upplýsingum um framvindu verkefnisins. Þar verður líka hægt að koma ábendingum á framfæri, sækja margs konar fróðleik og leita svar við spurningum sem kunna að vakna varðandi nýja spítalann. Vefurinn var hannaður af Athygli ehf fyrir framkvæmdanefndina um byggingu nýs háskólasjúkrahúss.
Slóðin að nýja vefnum er www.haskolasjukrahus.is
Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu í Reykjavík fimmtudaginn 15. júní 2006.
Á vefnum verður leitast við að koma á framfæri upplýsingum um framvindu verkefnisins. Þar verður líka hægt að koma ábendingum á framfæri, sækja margs konar fróðleik og leita svar við spurningum sem kunna að vakna varðandi nýja spítalann. Vefurinn var hannaður af Athygli ehf fyrir framkvæmdanefndina um byggingu nýs háskólasjúkrahúss.
Slóðin að nýja vefnum er www.haskolasjukrahus.is