Íþróttafræðingur - Hefur þú áhuga á að vinna á bráðasjúkrahúsi?
Sjúkraþjálfun Landspítala í Fossvogi óskar eftir metnaðarfullum íþróttafræðingi til starfa. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 12 mánaða frá 01.maí 2025 með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Um er að ræða dagvinnu og er starfshlutfall 80-100%.
Á sjúkraþjálfunardeild B-1 í Fossvogi starfar stór hópur sjúkraþjálfara, sérhæfðra starfsmanna, ritara og er vilji til að bæta íþróttafræðingi í hópinn. Um er að ræða nýtt og spennandi tækifæri til að þróa og móta starf íþróttafræðings á bráðasjúkrahúsi. Íþróttafræðingur verður að miklu leyti með viðveru í æfingasal sem ætlaður er inniliggjandi sjúklingum. Boðið verður upp á stuðning og innleiðingu í starfið hjá sjúkraþjálfurum sem starfa í Fossvogi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 virkar vinnustundir.
- Auka og viðhalda færni sjúklinga í samráði við sjúkraþjálfara
- Skipuleggja og sinna hópþjálfun
- Hvetja til hreyfingar og skipuleggja starf því tengt
- Aðstoða sjúkraþjálfara við meðferð sjúklinga
- Skráning og skýrslugerð
- Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegum teymum
- Þátttaka í fagþróun og umbótastarfi
- Íþróttafræðingur / íþróttakennari
- Faglegur metnaður, frumkvæði og ábyrgð í starfi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
- Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Íþróttafræðingur, heilbrigðisþjónusta, sjúkraþjálfun, hópþjálfun, íþróttakennari
Tungumálahæfni: íslenska 4/5