Sérfræðingur í áætlanagerð og rekstrargreiningum
Rekstrar- og mannauðssvið Landspítala auglýsir laust til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á hagdeild.
Hagdeild hefur umsjón með rekstri og þróun áætlanakerfis Landspítala og sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði áætlanagerðar og rekstrargreininga. Auk þess hefur deildin umsjón með margvíslegum verkefnum sem tengjast greiningu og miðlun upplýsinga sem og þróun vöruhúss gagna.
Leitað er eftir jákvæðum og drífandi einstaklingi með ríka þjónustulund sem er reiðubúinn til að axla ábyrgð og takast á við spennandi verkefni í krefjandi starfsumhverfi Landspítala.. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
- Kostnaðargreiningar og áætlanir
- Rekstrarlíkön og gjaldskrár
- Svör við fyrirspurnum og skýrslugerð
- Ýmis verkefni tengd rekstri og fjármálum
- Gerð verklagsreglna og leiðbeininga
- Grunnnám í viðskiptafræði eða sambærilegt
- Framhaldsmenntun er kostur
- Þekking á bókhaldi og færni í Excel er skilyrði
- Reynsla í og/eða færni til að tileinka sér notkun fjárhags- og upplýsingakerfa er skilyrði
- Starfsreynsla í sambærilegum störfum/verkefnum er kostur
- Reynsla af notkun Business Objects hugbúnaðar (BO), Power-BI eða sambærilegra skýrslugerðartóla er kostur
- Greiningarhæfni, tölulæsi og hæfni til framsetningar tölulegra gagna
- Frumkvæði, jákvæðni, samskipta- og skipulagshæfni
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Tungumálahæfni: Íslenska 5/5, enska 3/5
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, viðskiptafræðingur, verkefnastjóri