Sérfræðilæknar á erfða- og sameindalæknisfræðideild
Laus eru til umsóknar tvö störf sérfræðilækna við erfða- og sameindalæknisfræðideild (ESD) Landspítala sem er hluti af klínískri rannsóknar- og stoðþjónustu Landspítala.
Við leitum eftir metnaðarfullum erfðalæknum til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu deildarinnar. ESD veitir alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu og hún er eina deildin sinnar tegundir á Íslandi. Á ESD er göngudeild og ráðgjafaeining. Deildin rekur einnig sérhæfðar rannsóknarstofur. Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í greiningu á erfðasjúkdómum og eru einstaklingar með greinda sjaldgæfa sjúkdóma ört vaxandi sjúklingahópur og æ fleiri sérhæfðar meðferðir til staðar.
Vinnan er dagvinna og gert ráð fyrir 36 klst. vinnuviku (100% starfshlutfalli). Reynt er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Á ESD fara fram greiningar, ráðgjöf og vísindarannsóknir, kennsla heilbrigðisstétta. Á deildinni starfa um 40 einstaklingar í öflugu þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Störfin veitast frá 1. maí 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
- Sérfræðistörf bæði í klínískri erfðaráðgjöf og á rannsóknarstofum deildarinnar
- Tekur þátt í að svara ráðgjafarbeiðnum sem berast deildinni
- Kennsla, þjálfun og vísindarannsóknir
- Sérfræðiumsjón með rannsóknum á ákveðnum sviðum
- Greining tilfella, svörun rannsókna þ.m.t. túlkun og ráðgjöf tengd þeim
- Stefnumótun og þróun þjónustu í samráði við stjórnendur
- Hjálpar til við útbúa efni til að kynna erfðafræði fyrir almenningi (vefsíður, myndskeið)
- Önnur verkefni sem taka mið af þekkingu og reynslu viðkomandi
- Íslenskt lækningaleyfi og sérfræðileyfi í erfðalæknisfræði
- Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
- Hæfni og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
- Þekking og reynsla í háafkastaraðgreiningum og túlkun erfðabrigða
Frekari upplýsingar um starfið
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum
- Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum
- Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed
- Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið
Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérfræðilæknir
Tungumálahæfni: íslenska 2/5, enska 3/5