Hjúkrunarfræðingur á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild/ tímavinna eða fast starfshlutfall
Laus eru til umsóknar störf hjúkrunafræðinga á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G við Hringbraut. Um er að ræða bæði störf í föstu starfshlutfalli eða tímavinnu ef áhugi er á að taka stakar óreglubundnar vaktir. Við viljum ráða framsækna og metnaðarfulla hjúkrunarfræðinga með brennandi áhuga á hjúkrun hjarta-, lungna- og augnsjúklingum. Unnið er í vaktavinnu og og eru störfin laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Við hvetjum hjúkrunarfræðinga sem hafa ekki unnið á Landspítala áður eða langt er síðan þeir unnu við hjúkrun að hika ekki við að sækja um starfið.
Á deildinni starfar öflugur og áhugasamur hópur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nýju samstarfsfólki og veita góða einstaklingshæfða aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
- Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
- Vera virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu verkefna á deild
- Fylgjast með nýjungum í hjúkrun
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð samskiptahæfni og áhugi á að starfa í teymi
- Hæfni til að vinna vel undir álagi
- Íslenskukunnátta áskilin
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afrit af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5, enska 3/5
Starrfshlutfall: Tímavinna eða allt að 100%