Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi á lyflækningadeild
Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi óskast til starfa á lyflækningadeild B7 í Fossvogi. Starfshlutfall er samkomulag og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Bæði er um um að ræða framtíðarstörf sem og skemmri ráðningar.
Deildin er 18 rúma bráðalegudeild almennra lyflækninga. Á deildinni starfa um 70 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Við sækjumst bæði eftir sjúkraliðum sem búa yfir þekkingu og reynslu, nýútskrifuðum sjúkraliðum og sjúkraliðanemum í starfsnámi í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Góð aðlögun er í boði. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Rut deildarstjóra.
- Hjúkrun sjúklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Stuðlar að góðum samstarfsanda
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi eða staðfesting á starfsnámi
- Áhugi og hæfni til að starfa í teymi
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Jákvætt viðmót og samskiptahæfileikar
- Íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónust, Sjúkraliðar, Sjúkraliðanemar
Tungumálahæfni: íslenska 3/5