Aðstoðarmaður stjórnenda á skrifstofu félagsráðgjafa og sálfræðinga
Þjónusta félagsráðgjafa og sálfræðinga vill ráða til starfa öflugan liðsmann sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi í þverfaglegu umhverfi. Þjónustan heyrir undir geðþjónustu en nær yfir öll klínísk svið spítalans. Starfið felur í sér að vera aðstoðarmaður yfirfélagsráðgjafa og yfirsálfræðings við ýmis sérhæfð verkefni.
Við leitum eftir jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi með gott viðmót og ríka þjónustulund til að annast fjölbreytt verkefni. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Félagsráðgjafa- og sálfræðiþjónustan eru í stöðugri framþróun og því unnið að margvíslegum umbótaverkefnum. Ýmis tækifæri eru til að dýpka þekkingu sína.
Vinnuvika starfsfólks í félagsráðgjafa- og sálfræðiþjónustu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Ráðið er í starfið frá 20. janúar 2025 eða skv. nánara samkomulagi.
- Dagleg umsjón skrifstofunnar, þ.m.t. símsvörun, upplýsingagjöf og pantanir
- Umsjón með Vinnustund, viðverukerfi dagvinnu- og vaktavinnufólks
- Gerð vaktaskýrslna
- Skipulag funda og starfsdaga
- Þátttaka í ráðningaferli og móttöku starfsfólks
- Halda utan um umsóknir starfsfólks, t.d. um námsleyfi
- Ýmis önnur fjölbreytt og krefjandi verkefni sem tengjast þjónustunni
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Menntun sem nýtist í starfi, grunnmenntun í félagsráðgjöf eða sálfræði er kostur
- Reynsla sem nýtist í starfi, reynsla af starfi á Landspítala er kostur
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Jákvæðni og sveigjanleiki
- Góð almenn tölvukunnátta, þekking á Microsoft 365 er kostur
- Kunnátta á Orra, launakerfi ríkisins eða önnur launakerfi er kostur
- Góð færni í íslensku og ensku, töluðu og rituðu máli, önnur tungumála kunnátta er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Tungumálahæfni: íslenska 4/5 enska 4/5
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, aðstoðarmanneskja, verkefnastjóri, ritari, skrifstofustörf