Hjúkrunarfræðingur - Áhugavert starf á útskriftardeild Landakoti
Við óskum eftir hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á útskriftarmálum aldraðra og fjölskylduhjúkrun. Í boði er áhugavert starf fyrir framsækinn, hugmyndaríkan og lausnamiðaðan hjúkrunarfræðing. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri samskiptahæfni, hafa brennandi áhuga á framþróun þjónustu og bættum ferlum og eiga auðvelt með að starfa í teymi.
Meginhlutverk er útfærsla á þjónustuþörf sjúklinga til að efla búsetu í heimahúsum. Viðtöl við aðstandendur, fræðsla og samþætting þjónustu eftir útskrift. Mikil samskipti eru við stoðstéttir innan spítalans og aðrar stofnanir og góð tækifæri í vinnslu verkferla og skipulags. Hjúkrunarfræðingur vinnur náið með deildarstjóra.
Á deildinni starfa um 60 einstaklingar í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri eru til að vaxa í starfi. Starfshlutfall er 80-100% og er upphaf starfa og vinnufyrirkomulag samkomulag. Ef áhugi er fyrir hendi er hægt að taka vaktir meðfram þessari vinnu en ekki nauðsyn. Er því vaktavinna valkvæð.
- Ákveður, skipuleggur og veitir hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðing og teymi deildar
- Vinnur að farsælli útskrift skjólstæðinga
- Skipuleggur og veitir fræðslu til sjúklinga og aðstandenda og vinnur að upplýsingasöfnun
- Þátttaka í teymisvinnu
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
- Áhugi á hjúkrun aldraðra
- Góð íslenskukunnátta
- Góð yfirsýn og skipulagshæfileiki kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, öldrun,
Tungumálahæfni: íslenska 4/5