Samskiptateymi leitar eftir öflugum verkefnastjóra
Landspítali auglýsir eftir öflugum einstaklingi með mikla reynslu af samskipta- og kynningarmálum í starf verkefnastjóra. Viðkomandi mun verða hluti af samskiptateymi spítalans sem vinnur að skipulagðri upplýsingamiðlun spítalans og mótar og innleiðir stefnu um innri og ytri samskipti á Landspítala.
Samskiptateymið heyrir undir skrifstofu forstjóra og vinnur náið með forstjóra og framkvæmdastjórn spítalans að öflugri upplýsingamiðlun, viðburðum og virku samtali um starfsemi spítalans.
Skrifstofa forstjóra hefur miðlæga yfirsýn yfir starfsemi, rekstur og verkefni Landspítala og ber ábyrgð á miðlægri stjórnsýslu stofnunarinnar, samskiptum við ráðuneyti, Alþingi og aðra opinbera aðila.
Starfshlutfall er 100% og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
- Umsjón með vinnu við samskiptastefnu Landspítala og framfylgd aðgerðaáætlunar í samskiptamálum
- Aðstoð við einingar við gerð og eftirfylgni samskiptaáætlana þar sem greind eru markmið í ytri samskiptum og aðgerðir ákveðnar til eins árs í senn
- Textavinna í tengslum við kynningarefni og upplýsingar um starfsemi Landspítala
Umsjón og eftirfylgd með skipulagningu viðburða á vegum spítalans, þ.m.t. kynning viðburða á innri og ytri miðlum - Virk þátttaka í stefnumótun, áætlanagerð og daglegum verkefnum samskiptateymis
- Virk upplýsingamiðlun og stuðningur við gerð fræðsluefnis um starfsemina, s.s. hlaðvarpsgerð
- Önnur verkefni innan samskiptateymis og skrifstofu forstjóra
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi íslenskukunnátta og hæfni í styttri og lengri textagerð
- Yfirgripsmikil reynsla af störfum á sviði samskiptamála
- Mjög góð tölvukunnátta og færni í notkun helstu forrita sem nýtast í miðlun upplýsinga
- Reynsla af stefnumótun og áætlanagerð er kostur
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og þjónustulund
- Frumkvæði og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, verkefnastjóri, samfélagsmiðlar, textagerð, markaðsfulltrúi, viðburðastjórnun
Tungumálahæfni: íslenska 5/5