Tólf einstaklingar voru heiðraðir og fimm teymi á ársfundi Landspítala í Hringsal 5. maí 2023. Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar- og mannauðssviðs, og Runólfur Pálsson forstjóri kynntu hin heiðruðu og veittu þeim viðurkenningu.
Landspítali heiðrar árlega starfsmenn sem sýnt hafa framúrskarandi árangur og lagt fram sérstaklega lofsvert framlag til starfseminnar undangengin misseri. Við valið er sérstaklega horft til þeirra áherslna sem fram koma í stefnu Landspítala - öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur - og þeirra gilda sem stofnunin starfar eftir en þau eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun.
Allir starfsmenn Landspítala eiga kost á að vera heiðraðir, ekki aðeins þeir sem eiga langan starfsaldur að baki
Í valnefnd vegna heiðrana voru Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðssviðs, María Guðmundsdóttir skrifstofustjóri, Páll Helgi Möller, yfirlæknir á skurðlækningasviði, Heiða Björk Gunnlaugsdótir, gæðastjóri á verkefnastofu og Þórunn Oddný Steinsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu forstjóra. Starfsmaður valnefndarinnar var Helga Karólína Karlsdóttir, mannauðsráðgjafi á rekstrar- og mannauðssviði.
Einstaklingar
Auður Ester Guðlaugdóttir tölvunarfræðingur / teymisstjóri
Ásgerður Margrét Helgadóttir heilbrigðisritari
Ásta Sigríður Stefánsdóttir félagsliði
Bjarni Geir Ársælsson sjúkraliði
Gestur Guðjónsson vélfræðingur
Guðrún Erna Baldvinsdóttir sérfræðilæknir
Gunnhildur Ingólfsdóttir gæðastjóri
Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur í ljósmóðurfræði
Ingibjörg Hauksdóttir deildarstjóri
Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir lífeindafræðingur
Jónína Hólmfríður Hafliðadóttir, sérfræðingur í hjúkrun
Rannveig Alma Einarsdóttir klínískur lyfjafræðingur
Teymi
CATO teymið og teymisstjórar 11BC fyrir innleiðingu á CATO
Starfsfólk göngudeildar smitsjúkdóma
Starfsfólk kviðarhols- og þvagfæraskurðdeildar 13EG
Teymi minnismóttöku göngudeildar Landakoti
Innleiðingarteymi tölvukerfa á opinberar lækningarannsóknarstofur
Umsagnir og myndir
Myndir af hinum heiðruðu og umsagnir (6,0 MB)