Miðvikudaginn 27. júní hefst mænuskaðaþing á Nordica hótel og stendur yfir til 30. júní. Þann dag eru einnig "Pre-Congress Workshops" og er hægt að skrá sig á þau án þess að taka þátt í þinginu sjálfu.
Þessar vinnustofur/málþing eru ókeypis nema Workshop um "Physical activity as Health Promotion for Disabled Individuals, sem kostar kr. 2700,-
Hægt er að skrá sig á einstaka daga og fær starfsfólk LSH afslátt af skráningargjaldi.
Starfsfólki LSH gefst einnig færi á að hlusta á einstaka fyrirlestra sér að kostnaðarlausu með því að framvísa starfsskírteini sínu.
Skráning og nánari upplýsingar um dagskrá þingsins og vinnustofur eru á vefsíðu þingsinswww.sci-reykjavik2007.org
Einnig er hægt að skrá sig á einstaka daga á þinginu sjálfu.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Knútsdóttir í s. 825 35 40 eða á netfangi: sigrunkn@lsh.is