Leit
Loka

Vika hjúkrunar

Í tilefni af afmælisdegi upphafsmanns nútíma hjúkrunar, Florence Nightingale, þann 12. maí er haldið upp á alþjóðadag hjúkrunar ár hvert. Af þessu tilefni er vika hjúkrunar haldin á Landspítala. Í þeirri viku eru ýmsir viðburðir og uppákomur sem tengjast hjúkrun, t.d. veggspjaldasýning, hjúkrunarbúðir, málþing og vinnustofur. Í ár, 2020, verður vika hjúkrunar með breyttu sniði en við finnum leiðir til að gera okkur glaðan dag og fagna hjúkrun, hjúkrunarfræðingum og framlagi þeirra til heilbrigðisþjónustu.

Banner mynd fyrir  Vika hjúkrunar

Alþjóðlega hjúkrunarráðið (ICN) leggur til þema á hverju ári. Árið 2020 er þemað "Nurses: A Voice to Lead – Nursing the World to Health" og vísar í það hvernig hjúkrunarfræðingar eru leiðandi afl í að efla heilsu fólks. Hjúkrunarfræðingar hafa svo sannarlega sýnt hvað þeim býr á þessum vettvangi á þessum krefjandi tímum.
Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta fagstétt Landspítala. Vika hjúkrunar er mikilvægur vettvangur til að efla hjúkrun á Landspítala.

Skráning á veggspjaldakynningu er lokið!

Hagnýtar upplýsingar

Dagskráin verður auglýst síðar.
 Viðburðir, málþing og vinnustofur er í vinnslu.

Hjúkrunarbúðir - verða ekki haldnar 2020 vegna covid19.

Skráningu veggspjaldakynninga í tilefni Viku hjúkrunar er lokið! 

 Höfundar hengja veggspjöldin sín upp: 11. maí kl. 10.00-11.00 á Hringbraut, 11.00-12.00 í Fossvogi. Veggspjöldin munu vera til sýnis dagana 11.-23. maí eða í tvær vikur.

Tilboð í prentun frá Sýningarkerfum: 8000 kr. m.VSK. Þarf að berast þeim fyrir 6. maí, ásamt upplýsingum um deild og viðfangsnúmer.

Nánari upplýsingar >>

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?