Leit
Loka

Gestafyrirlesarar fyrri ára

 

 

GESTAFYRIRLESARAR


Þóra Gunnarsdóttir deildarstjóri á Öldrunarlækningadeild C, L-4 á Landspítala. Hún útskrifaðist sem sjúkraliði árið 2005 og hóf störf á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfarið og starfaði til ársins 2009. Þóra útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur BSc frá Háskólanum á Akureyri árið 2009 og hóf störf á Bráðadeild Fossvogi þar sem hún starfaði til ársins 2016, þegar hún tók við starfi deildarstjóra á L-4. Frá árinu 2016 hefur hún sinnt gæðaverkefnum og fræðslu tengt atferlistruflunum sjúklinga með heilabilunarsjúkdóma á deild L-4 en einnig til hjúkrunarheimila og deilda á austurlandi. Sérstök áhugasvið Þóru eru annars vegar einstaklingsmiðuð nálgun til að auka vellíðan sjúklinga með heilabilunarsjúkdóma og hins vegar heilbrigt starfsumhverfi með áherslu á þjónandi forystu. Þóra útskrifaðist með MS í mannauðsstjórnun febrúar 2019.
Málstofa: Krefjandi starfsumhverfi

 

Ragna María Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á bráðadeild Landspítalans. Hefur starfað á bráðadeildinni frá útskrift úr hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 2003. Lauk diploma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu árið 2017 og MS í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands í febrúar 2019.
Málstofa: Krefjandi starfsumhverfi

 

 

 

 

 

 

Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri rýni hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði.

Starfaði sem sjúkraþjálfari bæði hér á landi og í Bandaríkjunum á árunum 1989 til 2010. Lauk MSc í Heilbrigðisvísindum frá HA 2007 og MSc í Stjórnun og lýðheilsu (EMPH) 2010.

Starfaði sjálfstætt sem verkefnastjóri og einnig sem framkvæmdastjóri Heils heims á árunum frá 2010 til 2014 en Heill heimur stóð m.a. fyrir ráðstefnum og útvarpsþáttum í forvarnarskyni. Hef starfað sem sérfræðingur hjá VIRK frá 2012 og sem sviðsstjóri frá 2013.

Málstofa: Krefjandi starfsumhverfi

 

 

Sveinbjörn Dúason hóf störf sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar 1983 en hefur starfað sjá Sjúkraflugi ehf frá árinu 2013.

Hann er bráðatæknir, leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna og barna. Félagi í Súlum björgunarsveitinni á Akureyri. Hann er með BS í viðskiptafræði og MS í heilbrigðisvísindum.

Málstofa:  Áskoranir í sjúkraflugi á Íslandi

 

 

 

Bergþór Steinn Jónsson útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2016. Síðan þá hefur hann starfað á Sjúkrahúsinu á Akureyri, fyrst sem kandídat og síðan sem sérnámslæknir á lyflækninga- svæfinga- og gjörgæsludeild.

Hann hefur verið læknir í sjúkraflugi frá árinu 2017. Hann er leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna og barna. Hann er einnig sjúkraflutningamaður, björgunarsveitamaður og leiðbeinandi í fyrstu hjálp hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Árið 2013 hafði Bergþór frumkvæði að stofnun Bjargráðs, félags læknanema sem stendur fyrir skyndihjálparkennslu framhaldsskólum.

Málstofa:  Áskoranir í sjúkraflugi á Íslandi

 

 

Corina Labitzke, anaesthesiologist working as flight doctor for Sjúkraflug. Graduated Ernst-Moritz-Arndt-University in 2005 and has worked as a specialist in anaesthesiology, intensive and emergency care in Germany, Luxembourg and Switzerland. Has started working at SAk in October 2018. Special interests in cardiothoracic anaesthesia, palliative care and ultrasound in perioperative medicine.
Málstofa: Áskoranir í sjúkraflugi á Íslandi

 

 

 


Helga Pálmadóttir,  aðstoðardeildarstjóri á bráðadeild Landspítala í Fossvogi. Hefur unnið sem hjúkrunarfræðingur á bráðadeild Landspítala í Fossvogi og á Hjartagátt á Hringbraut frá 2004. Lauk MPH námi frá Háskólanum í Reykjavík 2010 og MSc í stjórnun-og stefnumótun frá Háskóla Íslands 2019. Hún er sendifulltrúi fyrir Rauða kross Íslands og hefur farið í tvær ferðir á þeirra vegum. Til Nepal 2015 og Suður Súdan 2016.

Málstofa: Krefjandi starfsumhverfi

 

Bryndís Guðjónsdóttir  útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands 1981 og hefur starfað nær óslitið við hjúkrun og stjórnunarstörf síðan. Hún er með diplomanám í NLP markþjálfunz

Bryndís starfaði sem hjúkrunarfræðingur á skurðdeild LSH og síðar á Ríkisspítala í Odinsvéum, rekstrarstjóri heilsugæslu Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og síðar hjúkrunarforstjóri þar.
Hjúkrunarforstjóri hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð Eskifirði.
Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku í Fossvogi frá árinu 1999-2004 Var í Útskriftarteymi LSH og var jafnframt að sinna innlagnarmálum og leysti innlagnarstjóra af Er deildarstjóri á Bráða og göngudeild G3

Málstofa: Réttur sjúklingur á réttum stað

Jón Magnús Kristjánsson 
er yfirlæknir bráðalækninga á LSH. Hann er sérfræðingur í bráðalækningum og almennum lyflækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð.

     Hann hefur unnið að fjölda gæða- og umbótaverkaefna á deildinni undanfarin ár.

Málstofa: Réttur sjúklingur á réttum stað


 

 

 

 

 
Stefán Hrafn Hagalín
is deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala

Starfsferill Stefáns Hrafns hefur fram til þessa spannað 2 ár á bensínstöðvum, 10 ár í blaðamennsku, 14 ár í upplýsingatækni, 3 ár í iðnaði, 1 ár í fjármálageiranum og núna 2 ár í heilbrigðisþjónustu hjá Landspítala. Vinnustaðirnir hafa í tímaröð verið Shell, Esso, Alþýðublaðið, Helgarpósturinn, Tölvuheimur, Bylgjan, Stöð 2, Opin kerfi, Íslenska netfélagið, SA-Asía, Teymi (Oracle), Skýrr, Advania, Oddi, Auðkenni og Landspítali.

Hann er fimm barna faðir og á tvö barnabörn. Stefán Hrafn er með knattspyrnudómararéttindi og dæmir um 100 leiki árlega.

Málstofa: Réttur sjúklingur á réttum stað

 

Pétur Guðmannsson réttarlæknir. Útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2010 og flutti út í sérnám árið 2012.

        Stundaði sérnám í Svíþjóð hjá Rättsmedicinalverket og flutti til Íslands haustið 2018. 

Rannsóknir og sérstök áhugasvið: Hjartasjúkdómar í tengslum við skyndidauða, hálsáverkar, banvænar árásir dýra og réttarlæknisfræðileg vefjafræði.

Málstofa: Kynferðisofbeldi - frá Neyðarmóttöku til kæru.

  

 

Kristján Ingi Kristjánsson lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild hóf störf í hjá lögreglunni árið 1986 og starfaði fyrstu árin við almenna löggæslu. Frá árinu 1992 til 1997 starfaði hann við rannsóknir vegna fíkniefnamála. Frá árinu 1997 til 2015 starfaði hann við rannsóknir alvarlegra ofbeldisverka og kynferðisbrota Frá árinu 2015 fram til dagsins í dag hefur hann starfað eingöngu við rannsóknir kynferðisbrota og í dag fer hann fyrir teymi sem rannsakar kynferðisbrot gegn börnum og fólki í viðkvæmari stöðu. Auk þessa hefur Kristján kennt lögreglumönnum yfirheyrslutækni frá árinu 2007.

Málstofa: Kynferðisofbeldi - frá Neyðarmóttöku til kæru. 

 

Hrönn Stefánsdóttir útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2003, bjó og starfaði í Kaliforníu Bandaríkjunum á árunum 2004-2011 og flutti til Íslands sumarið 2011. Hún byrjaði á Göngu- og bráðadeild Landspítala 2011 og starfaði þar í 2 ár og byrjaði á bráðadeild árið 2013. Varð Neyðarmóttökuhjúkrunarfræðingur í maí 2013 og tók við verkefnastjórastöðu Neyðarmóttökunnar árið 2016. Hóf diplómanám í geðhjúkrun árið 2015 og er núna í Mastersnámi í geðhjúkrun.
Málstofa: Kynferðisofbeldi - frá Neyðarmóttöku til kæru

 

 

 

Guðrún Lísbet Níelsdóttir  er hjúkrunarfræðingur að mennt með sérhæfingu í hættu-og hamfarastjórnun. Hún hefur starfað á Landspítala frá 2006, framan af við bráðahjúkrun en nú við verkefni er varða viðbragð og viðbúnað við stærri atburðum.
Málstofa: Hópslys frá vettvangi á sjúkrahús- tækifæri og áskoranir.

 

 

 

 

 

Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir  er hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni á Kirkjubæjarklaustri og sjúkraflutningamaður.

Hún er ljósmóðir og hefur nýlega lokið viðbótarnámi í sjúkraflutningum. Auðbjörg hefur tekið virkan þátt í ýmsum nefndastörfum, bæði á vegum sveitarfélagsins og í almennum félagsstörfum og er m.a. formaður Rauða krossins á Klaustri.

Málstofa: Hópslys frá vettvangi á sjúkrahús- tækifæri og áskoranir.

 

 

 

 

 

Linda Jónsdóttir,  útskrifaðist úr hjúkrunarfræði árið 2002 og lauk diplómanámi í hjúkrun langveikra fullorðinna 2009. Hún starfaði framan af á lyf- og handlækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi, og síðar á réttargeðdeild á Sogni en hefur starfað sem innlagnastjóri á Landspítalanum frá 2013.

Málstofa: Hópslys frá vettvangi á sjúkrahús- tækifæri og áskoranir.

An exception occurred: Invalid column name 'ordernum'.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?